Í dag höfum við fengið til okkar alveg einstakan gest – hún Guffa spámiðill eða Guðfinna Inga Sverrisdóttir.
Hún hefur verið skyggn frá barnæsku og skynjað heimin í gegnum lit og orku.
Guffa er rosalega kröftugur spámiðill, hún er lærður Aura Soma ráðgjafi sem hún notar með í spánni sinni til að lesa einstaklinga betur.
Einnig er hún mikil listakona og hefur einnig gefið út bókina Ástin og svörin- þar sem má finna 200 staðhæfingar um ástina og lífið.
Guffa er yndisleg, hláturmild og alger lita gleði sprengja!
Ef þú vilt ná sambandi við Guffu eða fylgja henni á facebook:
Stjörnuspá Guffu á Facebook
https://www.facebook.com/profile.php?id=100064672399471
Líf í lit - stjörnuspá guffu - Facebook grúppa